FJÁRVÖRSLUYFIRLÝSING OG STARFSÁBYRGÐARTRYGGING FASTEIGNASALA
Samkvæmt 1. mgr. 21. gr. laga nr. 70/2015 skal fasteignasali skila til eftirlitsnefndar fasteignasala eigi síðar en 15. október ár hvert yfirlýsingu löggilts endurskoðanda um að meðferð hans á fjármunum viðskiptamanna hans undangengið reikningsár sé í samræmi við lögin og reglur um vörslufjárreikninga. Fasteignasali skal jafnframt fyrir 15. október ár hvert senda eftirlitsnefnd fasteignasala staðfestingu á að hann hafi í gildi fullnægjandi starfsábyrgðartryggingu, sbr. 4. og 19. gr. laga nr. 70/2015.
Við innlögn starfsréttinda skal fasteignasali skila til eftirlitsnefndarinnar sambærilegri yfirlýsingu fyrir það tímabil sem viðkomandi aðili starfaði sem fasteignasali. Yfirlýsingum skal skila á netfang eftirlitsnefndarinnar, enf@enf.is.
Eyðublöð vegna fjárvörsluyfirlýsinga 2024 má nálgast hér.
Eyðublöð fyrir fjárvörsluyfirlýsingu vegna innlagnar löggildingar má nálgast hér.
UMSÓKN UM STARFSHEIMILD NEMENDA SKV. 8. GR. A LAGA NR. 70/2015 OG TILKYNNING UM BREYTINGU Á ÁBYRGÐARAÐILA NEMANDA
Þrátt fyrir fyrirmæli 2. mgr. 8. gr., um að fasteignasala beri sjálfum að sinna þeim verkefnum sem löggilding hans nær til, er heimilt að fela nemendum í námi til löggildingar í sölu fasteigna og skipa sem lokið hafa einni önn með fullnægjandi meðaleinkunn og starfa sem sölumenn hjá löggiltum fasteignasala að aðstoða fasteignasala við tiltekin verkefni á fasteignasölu. Sækja þarf sérstaklega um slíka heimild til eftirlitsnefndar fasteignsala. Verði breyting á ábyrgðaraðila nemanda, s.s. ef hann skiptir um starfsstöð, skal tilkynna breytinguna til eftirlitsnefndarinnar. Takist viðkomandi nema ekki að ljúka námi innan tveggja ára frá veitingu starfsheimildar nema skv. 8. gr. a., þá telur eftirlitsnefndin að nema sé heimilt að sækja um viðbótarfrest á starfsheimild hans enda séu málefnaleg rök fyrir því.
Eyðublað fyrir umsókn um starfsheimild nemenda má nálgast hér.
Eyðublað fyrir umsókn um viðbótarfrest vegna starfsheimildar nemanda má nálgast hér.
Eyðublað fyrir tilkynningu um breytingu á ábyrgðaraðila nemanda má nálgast hér.