Almennt um hlutverk eftirlitsnefndar fasteignasala á grundvelli laga nr. 70/2015.
Eftirlitsnefnd fasteignasala starfar á grundvelli laga um sölu fasteigna og skipa, nr. 70/2015 (fsl.) og reglugerðar um eftirlitsnefnd fasteignasala, nr. 931/2016.
Eftirlitsnefndin skal hafa almennt eftirlit með störfum fasteignasala. Nánar tiltekið eftirlit með því að fasteignasalar starfi í samræmi við ákvæði laganna og reglugerða sem settar eru samkvæmt þeim, aðrar réttarreglur sem þýðingu hafa fyrir störf fasteignasala og góða venjur í fasteignasölu, sbr. m.a. 1. mgr. 19. gr. laganna. Tekið skal fram að slíkt eftirlit getur hafist á grundvelli ábendinga frá aðilum, í gegnum netfangið enf@enf.is. Kjósi eftirlitsnefnd að hefja stjórnsýslumál á grundvelli slíks eftirlits væri það eingöngu hlutaðeigandi fasteignasali/ar og eftirlitsnefndin sjálf sem yrðu aðilar að málinu.