Ágæti fasteigna- og skipasali.
Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. og 21. gr. laga um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015 ber sérhverjum fasteignasala að skila til eftirlitsnefndar eigi síðar en hinn 15. október ár hvert yfirlýsingu um fjárvörslur og fjármálagerninga auk afrits af gildandi starfsábyrgðartryggingum. Skilaskyldan er alfarið á ábyrgð og frumkvæði sérhvers fasteignasala.
Verði yfirlýsingum ekki skilað í réttu horfi er lögbundin afleiðing þess tímabundin svipting löggildingar fasteignasala ásamt því að krafist verður greiðslu málskostnaðar, samtals að fjárhæð kr. 30.000. Tímabundin svipting fasteignasala verður lögum samkvæmt tafarlaust auglýst í Lögbirtingarblaðinu. Eftir atvikum er í framhaldinu óskað eftir því að þeir hinir sömu verði sviptir réttindum ótímabundið af hálfu ráðuneytisins, verði skilum ekki komið í rétt horf.
Er hér með skorað á þá fasteignasala sem ekki hafa annast um að skila til eftirlitsnefndarinnar yfirlýsingum um fjárvörslur né starfsábyrgðartryggingu og/eða hafa skilað ófullnægjandi gögnum til eftirlitsnefndar um að afhenda eftirlitsnefnd umbeðin gögn. Þá er áréttað að hafi framangreindum gögnum ekki verið skilað í réttu horfi 1. nóvember 2017, ber eftirlitsnefnd þá fortakslausu lagaskyldu að svipta hlutaðeigandi fasteignasala löggildingu sinni tímabundið.
Virðingarfyllst,
Eftirlitsnefnd fasteignasala.