Ráðherra skipar þrjá nefndarmenn og varamenn þeirra til þriggja ára í senn. Einn nefndarmanna skal vera fasteignasali og einn löggiltur endurskoðandi. Hinn þriðji, sem vera skal formaður nefndarinnar, skal vera lögfræðingur og fullnægja skilyrðum til að gegna embætti héraðsdómara. Varamenn skulu fullnægja sömu skilyrðum og aðalmenn.

Eftirlitsnefnd fasteignasala er svo skipuð:

Þórður Bogason, hæstaréttarlögmaður, formaður.

Grétar Jónasson, löggiltur fasteignasali.

Björg Sigurðardóttir, löggiltur endurskoðandi.

Varamenn eru:

Kristín Benediktsdóttir, lektor.

Ingibjörg Þórðardóttir, löggiltur fasteignasali

Lárus Finnbogason, löggiltur endurskoðandi.

Starfsmaður nefndarinnar er Sandra Mjöll Markúsdóttir, lögmaður.

Póstfang nefndarinnar er:

Eftirlitsnefnd fasteignasala

C/o Þórður Bogason, hrl.

Höfðabakka 9, 6. hæð,

110 Reykjavík