Umburðarbréf til fasteigna- og skipasala, nr. 2/2019.
Author: EFTIRLITSNEFND FASTEIGNASALA
Umburðarbréf til fasteigna- og skipasala, nr. 2/2018
Umburðarbréf til fasteigna- og skipasala, nr. 2/2018.
Áskorun Eftirlitsnefndar um skil á fjárvörsluyfirlýsingum.
Ágæti fasteigna- og skipasali.
Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. og 21. gr. laga um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015 ber sérhverjum fasteignasala að skila til eftirlitsnefndar eigi síðar en hinn 15. október ár hvert yfirlýsingu um fjárvörslur og fjármálagerninga auk afrits af gildandi starfsábyrgðartryggingum. Skilaskyldan er alfarið á ábyrgð og frumkvæði sérhvers fasteignasala.
Verði yfirlýsingum ekki skilað í réttu horfi er lögbundin afleiðing þess tímabundin svipting löggildingar fasteignasala ásamt því að krafist verður greiðslu málskostnaðar, samtals að fjárhæð kr. 30.000. Tímabundin svipting fasteignasala verður lögum samkvæmt tafarlaust auglýst í Lögbirtingarblaðinu. Eftir atvikum er í framhaldinu óskað eftir því að þeir hinir sömu verði sviptir réttindum ótímabundið af hálfu ráðuneytisins, verði skilum ekki komið í rétt horf.
Er hér með skorað á þá fasteignasala sem ekki hafa annast um að skila til eftirlitsnefndarinnar yfirlýsingum um fjárvörslur né starfsábyrgðartryggingu og/eða hafa skilað ófullnægjandi gögnum til eftirlitsnefndar um að afhenda eftirlitsnefnd umbeðin gögn. Þá er áréttað að hafi framangreindum gögnum ekki verið skilað í réttu horfi 1. nóvember 2017, ber eftirlitsnefnd þá fortakslausu lagaskyldu að svipta hlutaðeigandi fasteignasala löggildingu sinni tímabundið.
Virðingarfyllst,
Eftirlitsnefnd fasteignasala.
Birting álita eftirlitsnefndar fasteignasala
Eftirlitsnefnd fasteignasala hefur nú birt hér á vefsvæðinu nokkur álit í málum sem komið hafa til úrlausnar hjá nefndinni. Hægt er að nálgast álitin undir flipanum Birt efni eða með því að smella hér.
Umburðarbréf til fasteignasala, nr. 2/2017
Umburðarbréf til fasteignasala, nr. 4/2016
Umburðarbréf til fasteignasala, nr. 3/2016
Skýrsla starfshóps um endurskoðun laga og reglugerða með tilliti til myglusvepps í húsnæði frá mars 2015
Ágætu fasteignasalar.
Eftirlitsnefnd fasteignasala vekur athygli ykkar á skýrslu starfshóps um endurskoðun laga og reglugerða með tilliti til myglusvepps í húsnæði frá mars 2015. Í skýrslunni koma fram margvíslegar fróðlegar upplýsingar sem nýtast fasteignasölum og neytendum.
Skýrslan er aðgengileg hér.
Auk þess er fasteignasölum bent á nýlegt rit Umhverfisstofnunar um inniloft, raka og myglu í híbýlum og rit samstarfshóps um helstu orsakir vatnstjóna. Hægt er að hafa samband við Mannvirkjastofnun til að nálgast það rit
Glærur frá kynningarfundi eftirlitsnefndar fasteignasala komnar inn á síðuna
Hinn 16. febrúar 2016 hélt eftirlitsnefnd fasteignasala kynningarfund fyrir fasteignasala. Á fundinum, sem var vel sóttur, voru flutt tvö erindi. Formaður nefndarinnar, Þórður Bogason hrl., fjallaði um almenn sjónarmið um störf fasteignasala. Kristín Ólafsdóttir hdl., starfsmaður nefnadrinnar, flutti erindi um helstu nýmæli laga nr. 70/2015, um sölu fasteigna og skipa.
Glærur frá fundinum má nálgast hér á síðunni undir öðru birtu efni.
Eftirlitsnefnd fasteignasala hefur opnað vefsíðu.
Eftirlitsnefnd fasteignasala hefur opnað vefsíðu. Hún er liður í bættri þjónustu við þá sem eiga samskipti við nefndina, bæði fasteignasala og viðskiptavini þeirra. Margvíslegt efni verður að finna á síðunni, bæði eyðublöð sem koma þarf til nefndarinnar, sem og efni sem nefndin gefur út vegna starfa sinna