Kvörtunarmál flytjast frá ENF hinn 1. september 2021.

Með gildistöku breytingalaga nr. 19/2021 við lög um sölu fasteigna og skipa, nr. 70/2015, falla úr gildi ákvæði 4. mgr. 19. gr. og 20. gr. laganna, um kvörtunarmál. Fellur þar með úr gildi heimild eftirlitsnefndar fasteignasala til að taka á móti kvörtunum frá kaupendum og seljendum sem telja að fasteignasali hafi valdið sér tjóni með brotum á starfsskyldum sínum eða krafist eða fengið greidda þóknun sem hann átti ekki rétt á.

Eftir 1. september 2021 munu slík mál falla undir ákvæði laga um úrskurðaraðila á sviði neytendamála nr. 81/2019.

Eftirlitsnefnd mun ljúka afgreiðslu þeirra mála sem þegar eru til meðferðar en ekki verður tekið við nýjum kvörtunum eftir 1. september 2021.

Með góðri kveðju, eftirlitsnefnd fasteignasala.