Glærur frá kynningarfundi eftirlitsnefndar fasteignasala komnar inn á síðuna

Hinn 16. febrúar 2016 hélt eftirlitsnefnd fasteignasala kynningarfund fyrir fasteignasala. Á fundinum, sem var vel sóttur, voru flutt tvö erindi. Formaður nefndarinnar, Þórður Bogason hrl., fjallaði um almenn sjónarmið um störf fasteignasala. Kristín Ólafsdóttir hdl., starfsmaður nefnadrinnar, flutti erindi um helstu nýmæli laga nr. 70/2015, um sölu fasteigna og skipa.

Glærur frá fundinum má nálgast hér á síðunni undir öðru birtu efni.