Eftirlitsnefnd fasteignasala starfar samkvæmt III. kafla laga um sölu fasteigna og skipa, nr. 70/2015. Eftirlitsnefnd fasteignasala skal hafa eftirlit með því að fasteignasalar starfi í samræmi við fyrirmæli laganna og góðar venjur í fasteignasölu. Nefndin hefur ákveðnar heimildir til rannsókna og beitingar agaviðurlaga samkvæmt III. kafla laganna.

Á síðunni er að finna mikilvægar upplýsingar fyrirl fasteignasala sem varða störf þeirra, ásamt því að birt eru álit og ákvarðanir eftirlitsnefndarinnar sem varða störf fasteignsala.